Víngerðin Herdade do Esporão í Alentejo ber einnig ber ábyrgð á þeim frábæru vínum sem ég hef áður skrifað um, Alandra og Monte Velho (rauðum og hvítum) en að þessu sinni er þetta rauðvín blandað úr þrúgunum Touriga National og Syrah.

Það hefur djúpan og þéttan, rauðfjólubláan lit og unga og meðalopna angan af rauðum berjum, sultuðum dökkum berjum, sveit, pipar, lakkrís, leirkenndri jörð, eikartunnu og hrágúmmíi. Í munni er það bragðmikið og ungt með ferska og áberandi sýru, þétt mjúk tannín og langvarandi bragð. Þarna eru glefsur af rauðum berjum, lakkrís, bláberjasultu, þurrkuðum appelsínuberki, sprittlegnum kirsuberjum, plómu og tunnu. Stórskemmtileg, sérstætt og matarvænt rauðvín sem er fínt með allskonar mat, rauðu kjöti og saltfisk svo dæmi séu tekin.

Verð kr. 2.998.- Frábær kaup.