Þetta er bara dáldið mikið gott vín og er einmitt ágætt til að færa í sönnur hversu góður árgangur getur skipt miklu máli á svæði einsog Rioja. Það er blandað úr þrúgunum Tempranillo, Graciano og Mazuelo og þroskað í eikartunnum í eitt og hálft ár. Það hefur meðaldjúpan, kirsuberjarauðan lit og nokkuð dæmigerðan ilm af Rioja-víni (þá er ég að tala um gamla stílinn) þar sem finna má dökk og rauð ber, plómu, krydd, vindla, sveit, mjúka bandaríska eik og vanillu.

Það er meðalbragðmikið með góða sýru, þétt, mjúk tannín, fínt jafnvægi og töluverða endingu. Það er komið með þroska en er jafnfram ungt og á eftir mörg ár af áhyggjulausu lífi. Þarna má finna kirsuber, hiindber, krækiber, plómu (sumt af þessu er sultað og annað ekki), vanillu, jörð og krydd. Það hefur mýkt og glæsileika sem hrifur alla með sér. Hafið með lambi og nauti en það er reyndar afar fjölhæft og gengur með allskonar mat.

Verð kr. 2.450.- Frábær kaup.